Nýlegar og væntanlegar útgáfur

Sturlunga saga í þremur bindum er komin út. Guðrún Ása Grímsdóttir gaf út með formála, skýringum og skrám. Ritstjóri er Þórður Ingi Guðjónsson.

Undir lok árs 2018 kom út Jómsvíkinga saga í útgáfu Þorleifs Haukssonar og Marteins H. Sigurðssonar. Eddukvæði komu út í tveimur bindum 2014 í umsjón Jónasar Kristjánssonar og Vésteins Ólasonar. Árið áður (2013) komu út í tveimur bindum Hákonar saga og Böglunga saga. Þar á undan kom út Morkinskinna í tveimur bindum (2011) í útgáfu Ármanns Jakobssonar og Þórðar Inga Guðjónssonar.

Í undirbúningi eru útgáfur á Grágás og Jónsbók (Már Jónsson og Patricia Boulhosa), Snorra Eddu (Haukur Þorgeirsson og Þorgeir Sigurðsson), fornaldarsögum (Aðalheiður Guðmundsdóttir og Þórdís Edda Jóhannesdóttir) og Breta sögum og Trójumanna sögu (Hélène Tétrel og Svanhildur Óskarsdóttir). Þá standa vonir til að tveggja binda útgáfa á Guðmundar sögum biskups líti dagins ljós innan fárra ára.